Sumarskóli Ísaksskóla

 
...og þannig lauk farsælum vetri í Ísaksskóla með miklum sóma og upp reis Sumar með dýrðarljóma og þeyttum rjóma.
 
Hér með gerist kunnugt og skal það hljóma um allar merkur mannanna að Sumarskóli Ísaksskóla hefst mánudaginn 11. júní. 
Formleg dagskrá hefst kl. níu en þó er opnað  kl. átta fyrir árrisula og morgunglaða krakka sem una ekki sekúndu lengur í rúminu.
 
Hér á þessu bloggi er meiningin að halda úti upplýsingum um það hvað sé á dagskrá sumarskólans og aukinheldur verða tíunduð 
ævintýri gærdagsins ef vel áttar og háttar.
 
Á mánudag er dagskráin lögð upp þannig að fyrir hádegi er stefnt að því að hrista hópinn vel saman með leikjum og söng. Þá er ekki ólíklegt að Miklatún verði heimsótt og þar iðkaðar æfingar og leikir í því skyni að samhæfa kraft, úthald og skilning en þetta eru allt orð sem  sportfíkillinn og útvatnaða kreatín tröllið okkar Jóhann Hreiðarsson lærði áður en hann gat sagt ,,mamma". Eftir hádegi verður síðan lagt upp í fjallgöngu og stefnan sett á einn af hólunum sjö. Áætluð heimkoma er um kl fjögur. 
Góðir skór og feitur bakpoki eru staðalbúnaður vaskra göngumanna og skal það vera hugfast þegar börnin eru útbúin á mánudagsmorgun.  Þá er ágætt að nota tækifærið og minna foreldra og aðra forráðamenn ungdómsins á að nesta börnin vel þó svo hádegismatur sé pantaður enda lystin endalaus þegar vel er tekið á. 
 
Að endingu bendum við á að tekið er á móti börnum Sólbrekkumegin þ.a.s. austan megin.
 
Góðar stundir.
 

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband