,,og allir komu þeir aftur"

Það var heldur betur fjörugur dagur í Sumarskólanum í dag og margt brallað og mallað. Hæst bar þó fjallganga á Esjuna með tilheyrandi svita og hita þar sem toppnum var náð með litlu ævintýri sem Tóta sagði með tilþrifum.

Á morgun er m.a. áætlað að fara í ratleik í Öskjuhlíðinni og því ákaflega gott að senda börnin vel skóuð sem endranær.

Takk fyrir daginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var frábær byrjun á sumrinu! Nonni er alsæll með daginn og gríðarlega hreykinn af því að hafa gengið á Esjuna.

Solveig (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 20:07

2 identicon

Bergdís var líka mjög hamingjusöm með daginn og stolt af afrekum sínum.  :)

Edda (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 12:04

3 identicon

Tryggvi Snær er rosalega ánægður og vel þreyttur. Hann var líka mjög ánægður með sjálfan sig eftir Esjuna.

Hildur Björk (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband